Willa Cather

Bandaríski rithöfundurinn Willa Cather er einna þekktust fyrir skáldsögur sínar um landnema á sléttunum miklu, þar á meðal O Pioneers! (1913), The Song of the Lark (1915) og My Ántonia (1918). Hún hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1923 fyrir skáldsöguna One of Ours (1922), sem gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Cather ólst upp í Virginíu og Nebraska, brautskráðist úr háskóla þar, og bjó svo í Pittsburgh um tíu ára skeið, þar sem hún vann fyrir sér sem ritstjóri tímarits og enskukennari. Þrjátíu og þriggja ára gömul flutti hún til New York-borgar og bjó þar til æviloka. Hún ferðaðist einnig víða og dvaldi löngum í sumarhúsi sínu á Grand Manam-eyju í New Brunswick.